Barnsgrátur og spörk í flugvélum

það getur verið óþolandi að hlusta á barnsgrát í flugvél í langan tíma og geta ekki gert neitt, þetta barn er ekki mitt barn! Eru foreldrarnir sofandi eða hvað ?  Og að stálpað barn sparki og sparki í sætið og ég bið barnið að hætta og horfi á foreldrið og brosi aftur og aftur og ekkert gerist    nema spark og spark.

Hvað á maður að gera ?


mbl.is Feitir borgi sama og aðrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 identicon

Gætir hellt þig fulla og gubbað svo yfir fólkið til að hefna þín

Jóhann (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 06:22

2 identicon

Hvernig væri að sýna smá þolinmæði og hætta þessu væli.  Það er greinilegt að þú átt ekki barn.

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 09:00

3 identicon

Sammála Jóhanni.  Æla á þessa óuppdregnu krakka og foreldra þeirra.

Jón (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 09:36

4 identicon

Gunnar Gunnarsson: Hvernig væri að þú myndir læra að vera foreldri og kunna að ala upp börn?

Þetta er eins og að segja þegar flugdólgur er með læt: "hvernig væri að sýna smá þolinmæði og hætta þessu væli? Það er greinilegt að þú ert ekki alkóhólisti."

Stonie (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 09:57

5 identicon

Sammála Stonie. Mér sýnist á skrifum Gunnars að hann sé einn af þeim sem heldur að heimurinn snúist um að gera líf hans þægilegra. Það er auðveldara fyrir hann að leyfa börnunum sínum að haga sér svona en að ala þau almennilega upp.

Karma (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 11:26

6 identicon

Ég á 3 börn og veit fátt ömurlegra en að vera í flugi (eða bara bíó) og einhver krakkaskratti er sparkandi í sætið, algjörlega óþolandi að foreldrar geti ekki séð til þess að börnin geri þetta ekki.

Með grátinn, ég veit af fenginni reynslu að stundum er bara ekkert hægt að gera til að hugga barnið og því miður bitnar það á öllum. Sem betur fer hef ég ekki verið stödd í flugvél með óhuggandi barn en vá hvað mér myndi líða ömurlega ef ég væri í þeirri stöðu vitandi að allir aðrir farþegar bölva mér í hljóði og dæma mann fyrir að geta ekki "hugsað um barnið"

Gullý (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 11:48

7 identicon

Þú ert að gera þau mistök að brosa og vera kurteis þegar þú reynir að fá krakkaandskotana til að hætta að sparka í sætin.

Það á bara að hóta þeim og foreldrum þeirra að hengja þau upp á augunum ef þau hætta þessu ekki. 

Ég hata fátt meira en óuppalin krakkaóféti og foreldra sem halda að barnið þeirra sé sérstakara en allir aðrir. Börnin ykkar ERU ómerkileg. Sættið ykkur við það og drullist til að ala þau upp.

(ATH ég er ekki að tala um neinn sérstakan. Bara óhæfa foreldra almennt.)

Gunnhildur (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 11:57

8 identicon

 saga class

olafur olafsson (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband